Janus Daði Smárason

SC Magdeburg, Þýskaland

Janus Daði Smárason, fæddur 1. janúar 1995, hóf feril sinn á Selfossi. Hann spilar með SC Magdeburg og íslenska landsliðinu.

M I Ð J U M A Ð U R

Janus Daði Smárason

Janus Daði hóf ferilinn sinn í heimabæ sínum, Selfossi. Hann hélt þó snemma út fyrir landsteinana, en hann var aðeins 17 ára gamall þegar gekk hann til liðs við Aarhus handball í Danmörku.

Síðan þá hefur hann leikið með ýmsum félögum: Haukum, Álaborg, Frisch Auf Göppingen, Kolastad handball club og nú með SC Magdeburg.

Janus Daði hefur gert þriggja ára samning við ungverska liðið Pick Szeged og mun færa sig til þeirra í sumar, þegar samningi hans við Magdeburg lýkur.

Selfoss og Göppingen eru uppáhalds staðirnir mínir

Janus Daði hóf handboltaferil sinn ungur með liðinu í sínum heimabæ, Selfossi. Hann segist hafa ákveðið að byrja í handbolta eftir að hafa horft á stórmót í sjónvarpinu. 

Þegar Janus Daði er spurður út í siði fyrir leik, segist hann ekki hafa neina. 

Selfoss skipar stóran sess í hjarta Janusar sem uppáhaldsstaður hans á Íslandi, enda heimabærinn. Í Þýskalandi finnst honum best að vera í Göppingen, en þar spilaði hann 2020-2022.

Leikmenn eiga sér oft ýmsar fyrirmyndir og uppáhaldsíþróttamenn. Aðspurður um uppáhaldsleikmanninn nefnir Janus Ólaf Stefánsson, en hann er einmitt faðir Einars Þorsteins, liðsfélaga Janusar.

Janus Daði er ekki bara frábær í handbolta, heldur deildi hann einnig sínum leynda hæfileika með okkur: "Ég get sagt "já" mörgum sinnum, fáránlega hratt".

Janus Daði EM 2024

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik?

Berndsen - Supertime!

Viðtal við Janus Daða
1xINTERNET banner